Hér til hliðar eru þau spjallsvæði sem að breakbeat.is bjóða upp á í dag. Vinsamlegast notið þessi spjallsvæði í eitthvað sem tengist geiranum en ekki einhvern sora og þess háttar.

Mest skrifað á kjaftæðinu

    Mest lesið á kjaftæðinu

      Umræðuefni

      Höfundur

      Skrifað

      Sakna hardcore dnb
      8 svör
      illmatic
      24. maí kl: 13:06
      sælir, ég veit ekki um ykkur hina harðhausanna en ég sakna þess að heyra harðkjarna dnb tóna á dansgólfum hér í Reykjavík. Ég er með eina tillögu til úrbóta, hvernig væri að fá inn einhvern dj sem er nógu harður til þess að endurvekja dýrið í okkur.

      Ég legg til Pyro eða Raiden.

      Einhver með mér í þessu??? Síðan er bara spurningin hverjir flytja þá inn. Pyro er dani svo þannig að það er hvorki langt né dýrt fyrir hann að kíkja. Veit ekki hvaðan Raiden er.
      SV: Sakna hardcore dnb
      kalli
      25. maí kl: 12:17
      Raiden og Pyro eru báðir skemmtilegir snúðar og tónlistarmenn, væri gaman að sjá þá spila, spurning hversu mikil áhugi er fyrir slíku.

      Næsta Breakbeat.is kvöld er annars Rewind kvöld, þar ætti að óma einhver harðneskja.

      Svo koma Agzilla og co. hjá dnb.is væntanlega til með að einbeita sér að dnb tónlistinni. Skilst að þeir ætli að vera með mánaðarleg kvöld, eflaust eitthvað hart og harkalegt sem ratar á fón þar?
      SV: Sakna hardcore dnb
      nightshock
      26. maí kl: 17:40
      Pyro er hættur í drömmeninu og er að dunda sér við Tech House og annað í þeim dúr.

      Annars er ég hér enn!
      SV: Sakna hardcore dnb
      bjarni
      26. maí kl: 20:33
      Tékkaðu á dnb.is, finnur það á facebook. Síðasta kvöld var mjög gott. Hart og hættulegt stöff.
      SV: Sakna hardcore dnb
      untitled
      03. ágúst kl: 13:02
      já það er alltof lítið fyrir harðhausana og undanfarið lítið sem ekkert á vegum breakbeat.is :P
      Vonandi að dnb.is taki þetta vel áfram =)

      SV: Sakna hardcore dnb
      kalli
      03. ágúst kl: 19:50
      þótt Breakbeat.is hafi fært út kvíarnar og spili meira en bara dnb og jungle finnst mér það ómakleg gagnrýni að segja að drömmeninu sé ekkert sinnt. Það er svona sirkábát 50/50 dnb og önnur músík sem heyrist á kvöldum og í þættinum.

      Engu að síður ljómandi gott að fleiri séu að láta til sín taka á þessum vettvangi og sinna slíkri eftirspurn. Er ekki dnb.is með Outrage innflutning á prjónunum, ágætis harðneskja það!

      SV: Sakna hardcore dnb
      bjarni
      16. ágúst kl: 00:53
      Það er samt alveg rétt að dnb'i er ekkert sérstaklega vel sinnt hvað varðar innflutning á artistum. DMZ, Hudson Mohawke og nú Ramadamamama eitthvað. Ég reyni þó að mæta á það sem mér finnst áhugavert til að styðja við senuna.

      Annars mæli ég með að dnb hausar tékki á dnb.is #3 @ Venue 4.september. Síðustu 2 kvöld voru frábær.

      SV: Sakna hardcore dnb
      kalli
      16. ágúst kl: 18:02
      það hefur verið afskaplega hægt um set í innflutningi hjá Breakbeat.is síðustu misseri, Hudson Mohawke eina alvöru actið árið 2009 og Ramadanman fyrsta sem við stöndum að í ár (og hann hefur nú líka gefið út dnb svona til þess að rétt sé farið með).

      Ef þú byrjar upptalninguna á Mala (DMZ) þá ætti nú að vera þarna með líka Lynx, Martyn, Commix og Noisia sem allir voru meira eða minna í dnb fíling 2007-2008.

      Persónulega verð ég að viðurkenna að mér finnst meira spennandi stöff í gangi í kringum 140 bpm en 170 um þessar mundir. Sem birtist kannski í því hversu mikið af eldra drömmen stöffi heyrist í þættinum og á kvöldunum, í það minnsta í mínum settum.

      En svo er það spurning hvað gerist næstu misseri og hvaða músík aðrir íslenskir snúðar og pródúserar eru að bjóða upp á.

      SV: Sakna hardcore dnb
      kalli
      16. ágúst kl: 18:05
      Hvaða Marteinn er þetta annars sem er að spila á dnb.is núna í sept? M.A.T.?

      Deila með vinum:

      Næsti viðburður

      upplýsingar

      Félagið Breakbeat.is á Íslandi heldur undir merkjum Breakbeat.is úti vefsíðu, útvarpsþætti, klúbbakvöldum og viðburðum af ýmsu tagi.

      Útvarp Breakbeat.is

      Breakbeat.is á Xinu 97.7 öll miðvikudagskvöld 23:00-00:00.

      Upptökur:

      Hafðu samband:

      Póstlisti


      Breakbeat.is
      Podcast