Geiom & Spamchop - Sirius Star / Cave Rave (Berkane Sol) - 23.08.2009

Geiom / Geiom & Spamchop
Sirius Star / Cave Rave
Berkane Sol
BRK012
Dubstep
3/5


Í tónsmíðum sínum undir Geiom nafninu sameinar Kamal Joory austrænan blæ og rafrænar hagræðingar undir dubstep formerkjum. Á nýjustu 12” á Berkane Sol útgáfunni hans er að finna tvö lífleg lög þar sem melódíur, bumbur og bassar eru tvinnaðar saman með listilegum hætti. Langur ferill Joory í tilraunakenndari raftónlist birtist í fínlegum tæknilegum pælingum, hikstandi og stammandi trommum og svífandi syntum, þessar tilraunir eru þó tengdar lífrænni hugleiðingum með skemmtilegum hætti og útkoman er skemmtileg blanda sem liggur á mörkum lifandi tóna og elektróníkur.

“Cave Rave” hefst á léttum en rúllandi syntha stöbbum sem víkja fljótt fyrir urrandi en dempaðari bassalínu og léttum en sterkum takti. Þetta tvíeyki bassa og tromma myndar grunn fyrr syntha og slagverk sem blandast skemmtilega saman í bergmáli og endurvarpi. “Sirius Star” er á svipuðum nótum, takturinn er einhvers konar garage-techno blanda, fim en þung á sama tíma, píano frasar dansa léttilega í kringum synta blípp og smelli.

Lögin taka breytingum í sífellu og framvinda þeirra er forvitnileg, nýjar samsetningar og útgáfur af hornsteinum þeirra birtast í sífellu og fyrir vikið helst fílingurinn ferskur en kunnuglegur á sama tíma. Þessar sífelldu breytingar svipta þó einnig lagið þeim grípandi eiginleikum sem hefði gert annars fína skífu frábæra.

Karl Tryggvason | kalli@breakbeat.is


Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast