Ný breiðskífa frá harðhausunum í Black Sun Empire - 17.10.2012

Kapparnir í Black Sun Empire eru búnir að vera gera drum & bass síðan 1995 og voru nú á dögunum að gefa út fimmta stúdío albúmið sitt, "From the Shadows", á Black Sun Empire Recordings (BSE) . Þar má finna orkumiklar, þungar og dimmar bassalínur sem að rífa sig í gegnum 170+ bpm múrin, eins og kapparnir segja lýsa þessu sjálfir „an unbending, unapologetic, fully charged album that is infused with dark and brooding atmospheres“.

Á plötunni má finna samstarfsverkefni með hollenskum vinum BSE í Noisia, Audio, MC grúppunni Foreign Beggars, Tékkanum Rido og Ungverjunum Gergely Sasvári (Mindscape) og Chris.Su. Þetta albúm er stútfullt af hörkumiklu drum & bass og hörðum töktum og myndi sértaklega hrífa „neurofunk“ hlustendur. Hægt er að hlusta á tóndæmi af gripnum hér að neðan.Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast