Tónlistarmaðurinn Break er með þeim iðnari í drum & bass heiminum, ásamt því að dæla út tólf tommum á helstu merkjunum í bransanum á hann og rekur útgáfuna Symmetry sem hefur getið sér gott orð með fjölbreyttum og flottum bumbu og bassa útgáfum. Nú í október er safnplatan "The Other Side" væntanleg í verslanir undir merkjum Symmetry og hefur Break fengið sum af stærri nöfnum drum & bass senunnar til liðs við sig á skífu þessari.
Need for Mirrors, Silent Witness, Prolix, Hydro og Code 3 eiga allir lög á skífunni að Break sjálfum ógleymdum. "The Other Side" mun koma út á tveim tvöföldum vínyl pökkum og á stafrænu formi í lok mánaðarins. Hægt er að heyra tóndæmi af lögunum á skífunni hér að neðan.
0 hefur röflað
Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!