Prófíll #13 :: Hypno - 31.07.2009


Í Breakbeat.is Prófílunum er íslenskum eru íslenskir tónlistarmenn og plötusnúðar kynntir til leiks með plötusnúðasyrpu og stuttu viðtali. Það er Kári Guðmundsson, betur þekktur sem Hypno sem er viðfangsefni þrettánda prófílsins. Hypno semur dubstep og hip hop tónlist og eru skífuþeytingar hans á svipuðum slóðum eins og heyra má í meðfylgjandi mixi.

Hvernig / hvenær byrjaðir þú að plötusnúðast?
Ég byrjaði að plötusnúðast samhliða þess að pródúsera með nokkurri alvöru árið 2007. Þá var ég aðallega í hip-hop fíling en nú byrja ég að semja flest lög í kringum 140bpm og sé síðan hvað gerist...

Fyrsta platan sem þú keyptir?
Hef ekki grænan grun, en ég giska á Pink Floyd - Dark Side of The Moon

Síðasta plata sem þú keyptir?
2nd II None - Waterfallz remixin

Er einhver plata / eitthvert lag sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Scratch Live stjórnplöturnar?

Hvar verslarðu plötur / mp3?
Juno og Beatport bara

Hefurðu spilað opinberlega einhverstaðar?
Já, hef spilað á Prikinu, Zimsen og Jacobsen (þar sem ég spila reglulega á Coxbutter kvöldum)

Uppáhalds listamenn?
Kode9, Pangaea og 2562 í augnablikinu

Uppáhalds útgáfufyritæki?
Hyperdub, án efa

Uppáhalds plötusnúður?
Appleblim (RA. 110 mixið hans er stöðugt á fóninum, klassík)

Topp 10 listi:
JoY Orbison - Hyph Mngo
Mark Pritchard - Wind It Up
Pangaea - Memories
Breakage - Together
CCTV - LV feat. Dandelion
Circulate - 2562
Ruptured - Scuba (Surgeon rmx)
Blimey - Ramadanman
Massive Music - Find My Way (Kode9 rmx)
Moon Shoes - SamiYam


Lýstu mixinu þínu?
Dubstep í techno/dub maríneringu, garage og 'ardkore

Lagalisti:
1. Hypno - Stay (dub)
2. Pangaea - Memories (Memories001)
3. Horsepower Productions - Gordon Sound (Tempa)
4. El-B (feat. Juiceman) - Buck and Bury (Ghost)
5. Sideshow - If Alone (Appleblim & Komonazmuk Remix) (Aus)
6. Untold - Yukon (Hemlock
7. 2 Bad Mice - Hold It Down (Moving Shadow)
8. Millie & Andrea - Temper Tantrum (Daphne003)
9. Zomby - Strange Fruit (Ramp)
10. Pangaea - Router (Hessle)
11. Pattie Blingh & The Akebulan 5 - Brother To The Point (2562 Remix) (Ramp)
12. Kode9 - 2 Far Gone (Hypno's Way Too Far Gone rmx) (dub)
13. dOp - God Bless The Child (Hypno Rmx)
14. Junior Boys - Double Shadow (Kode9 rmx)
15. Sigha - Remembrance (Hotflush)
16. Henry & Louis Featuring Steve Harper - Rise Up (Pinch Remix)

Smelltu hér til þess að ná í syrpuna á mp3 formi.

Eitthvað að lokum?
Njótið blöndunnar og hafið myspace-ið mitt (www.myspace.com/hypnonpyh) á bak við eyrað, margt nýtt og ferskt mun koma á næstu dögum ;)

Hlekkir:
Hypno á Myspace
Hypno á Soundcloud


Deila með vinum:



1 hefur röflað

  1. Kalli röflaði þetta
    þetta er fínasta mix!
    þann 03.08.2009 klukkan 08:44

Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

Póstlisti


Breakbeat.is
Podcast