Fyrsta breiðskífa DRS væntanleg á Soul:R - 18.07.2012

"I don't usually like MCs, but..." er heitið á fyrstu breiðskífa Íslandsvinarins MC DRS en skífan sú er væntanleg í plötubúðir nú í sumar. DRS er einn af stærstu mc'unum í drum & bass heimunum og á plötunni vinnur hann með stjörnuliði drum & bass tónlistarmanna m.a. Marcus Intalex, Calibre, dBridge, S.P.Y, Lynx, Lenzman, Enei og Genotype. Það eru Marcus Intalex og St. Files sem gefa plötuna út á Soul:R útgáfu sinni en þeir hafa unnið með DRS um árabil.

Fyrsta smáskífan af plötunni kemur út nú á mánudaginn, inniheldur hún lagið "Count to Ten" sem unnið er með hinum rússneska Enei og "Holding On" þar sem Lenzman, Jehst og Riya koma við sögu. Tónlistarmyndbandið við "Count to Ten" er hægt að berja augum og eyrum hér að neðan. "I don't usually like MCs, but..." er svo væntanleg í verslanir í lok ágúst á vínyl, geisla og mp3 formi.

 


Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast