Hyperdub fagna fimm ára afmæli - 24.08.2009

Plötuútgáfa Kode9, Hyperdub, á fimm ára starfsafmæli í haust og verður þeim tímamótum fagnað með veglegum afmælispakka. Útgáfan hefur á undanförnum árum stimplað sig inn sem einhver sú mest spennandi í bransanum og hefur gefið út nöfn frá mörgum af stærstu nöfnum dubstep heimsins þ.a.m. Kode9 & Spaceape, Burial, Joker og Zomby.

Afmælisskífan hefur hlotið nafnið ‘5 Years of Low End Contagion’, mun hún koma út á tvöföldum geisladisk og mun annar diskurinn innihalda áður útgefið efni en spánýjir tónar verða á hinum. Auk þess munu koma út fimm tólf tommur með lögum sem einnig verða á geisladisksútgáfunni.

Meðal þeirra sem koma við sögu á þessari skífu má nefna Kode9, Flying Lotus, Joker & Ginz, Zomby, Martyn, Mala og Cooly G en gripurinn er væntanlegur í verslanir í október. Á næstu misserum er svo von á frekari útgáfum frá Hyperdub, meðal annars breiðskífum frá Kode9, Burial og Quarta 330.

Hlekkir
Hyperdub á Myspace
Hyperdub á Twitter


Deila með vinum:



1 hefur röflað

  1. röflaði þetta
    It's not called '5 years of low end contagion' now - It's back to - '5' - 5 years of Hyperdub - got a little over excited there

    .1:53 PM Aug 6th from web


    Af hyperdub twitter
    þann 25.08.2009 klukkan 02:19

Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

Póstlisti


Breakbeat.is
Podcast