Kasra og félagar með nýja safnskífu á Critical Music - 30.09.2009

Plötuútgáfan Critical Music hefur verið að síðastliðin 7 ár, og hefur vakið mikla lukku með tónlist frá mönnum á borð við Calibre, Marcus Intalex, Cyantific, Break, D.Kay og fleirum. Eigandinn og Íslandsvinurinn Kasra hefur haldið uppi háum gæðastaðal, eins og safnplöturnar “All Sounds Electric” sýndu svo vel fram á.

Nú er rétt að merkja við 26. október í dagatalið, því þá er von á þriðju safnplötunni og mun hún kallast “Critical Sound”. Hún mun koma út bæði á tvöföldum geisladisk og 8 laga vínyl, og skartar kempum á borð við Break, Calibre, Sabre, Spectrasoul, Ramadanman og loks sjálfum Kasra.

Hlekkir:
Critical Sound


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast