Martyn mixar fyrir Fabric - 19.10.2009

Íslandsvinurinn Martijn Deijkers, betur þekktur einfaldlega sem Martyn, mun mixa 50 hlutan í mixdiskaseríu Fabric, næturklúbbsins alræmda. Fabric, sem um helgina hélt upp á tíu ára afmæli sitt með pomp og prakt, gefur í hverjum mánuði út geisladisk eftir plötusnúða og listamenn sem stíga á stokk á skemmtistað þeirra í Lundúnarborg. Meðal drum & bass og breakbeat tengdra nafna sem hafa áður sett saman disk má nefna Commix, Andy C & Hype, High Contrast, Marcus Intalex og Fabio.

Martyn á, sem áður segir, heiðurinn af Fabric 50 og eru herlegheitin væntanleg í verslanir í byrjun næsta árs. Mun diskurinn innihalda mikið af nýju efni, þar á meðal endurhljóðblandanir af breiðskífu Martyn, "Great Lengths" sem kom út fyrr á árinu. Hægt er að gerast áskrifandi að Fabric diskunum og fá þá mánaðarlega í pósti á kostakjörum auk þess sem áskrifendum stendur ýmis önnur fríðindi tengd fabric til boða.


Hlekkir:

Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast