Sabre með Göngu Dagbók - 18.12.2009

Norður Lundúnarbúinn Gove Kidao, betur þekktur sem listamaðurinn  Sabre hefur lokið við sína fyrstu breiðskífu. Hefur gripurinn hlotið nafnið "A Wandering Journal" og kemur út snemma árs 2010 á Critical útgáfu íslandsvinarins Kasra. Sabre er enginn aukvisi en hann hefur í gegnum tíðina unnið með mönnum á borð við Alix Perez, Zero T og Survival og gefið út hjá útgáfum eins og Darkestral, Metalheadz, Shogun Audio og Critical Music.

Á bakvið "A Wandering Journal" ku vera ákveðið konsept en Sabre litur á hana sem samfellt ferðalag, þar sem blandast saman tónlist, hljóðvinnsla, myndbönd og fleira, þó verða einstök lög skífunnar einnig fáanleg í vínyl formi. Spannar skífan hina ýmsu geira og tempó og inniheldur samvinnuverkefni með Noisia, Alix Perez & Icicle, Rockwell og Ulterior Motive. "A Wandering Journal" er væntanleg í verslanir í febrúar 2010.


Hlekkir

Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast