Guido með sína fyrstu breiðskífu á Punch Drunk - 07.04.2010

Bristol búinn Guido, sem skaust fram á sjónarsviðið í fyrra með melódískum dubstep tónsmíðum fyrir útgáfur á borð við Punch Drunk og Tectonic, hefur lokið við sína fyrstu breiðskífu. Guido sleit barnskónnum í grime senu Bristol borgar en sérstakt sánd hans og félaga hans Gemmy og Joker í fjólubláa þríeykinu (e. Purple Trinity) vakti mikla athygli í dubstep heiminum.

Fyrsta breiðskífa Guido, "Anidea", er væntanleg á Punch Drunk útgáfu Peverelist í maí mánuði. Skífa þessi mun koma út á geisladisk, stafrænu niðurhali og tvöföldum vínyl pakka og inniheldur meðal annars samvinnuverkefni með söngkonunum Aarya og Yolanda.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast