Önnum kafinn Amit - 16.04.2010

Flestir íslenskir drum & bass unnendur ættu að muna eftir Amit. Hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2004 með smellinum Village Folk, gaf út hina stórgóðu breiðskífu Never Ending árið 2006 og spilaði á rosalegu Breakbeat.is kvöldi á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sama ár. Það hefur farið heldur lítið fyrir Amit undanfarin ár en aðdáendur hans ættu að sperra eyrun á næstunni.

Amit hefur í áraraðir verið nátengdur tónlistarútgáfunni Commercial Suicide, sem er í eigu Klute. Á því verður engin breyting, því þaðan er væntanleg tólftomma frá kappanum. Hún mun innihalda lögin Tokyo og Slug og kemur út að öllum líkindum í júní. Að sögn Amit eru fleiri tólftommur frá honum væntanlegar og auk þess er hann að vinna að sinni annarri breiðskífu. Einnig lauk Amit nýverið endurhljóðblöndun af laginu Warrior Stance eftir Darqwan.

Í sumar er spennumyndin Basement væntanlega í kvikmyndahús á Bretlandseyjum. Hún skartar meðal annars cockney-þorparanum Danny Dyer í aðalhlutverki en tónlist myndarinnar er í höndum Amit.

Og að lokum hefur Amit smellt saman fríkeypis mixi fyrir almúgann. Mixið kallast Order Of The People og er hlekkur á það hér að neðan.

Amit - Order Of The People Mix


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast