Zero T mixar fyrir Fabric - 23.04.2010

Írski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Zero T mun setja saman 52. hlutan í mixdiska seríunni FabricLive sem kennd er við samnefnd klúbbakvöld á ofurklúbbnum Fabric. Í syrpunni sem Zero T setti saman ku gæta ýmissa grasa en ásamt drum & bass koma þar við sögu dupstep, garage, house og hip hop tónar. Af listamönnum sem koma við sögu á disknum má nefna íslandsvinin Paradox, Slam, Lynx & Kemo, Jubei, Break, Dillinja, Calibre og Commix.

Áður hafa drum & bass listamenn á borð við Marcus Intalex, Fabio, Commix og LTJ Bukem smíðað disk fyrir FabricLive en kafli Zero T er væntanlegur í júní mánuði.

Af Zero T er það annars að frétta að útgáfa hans Footprints er í fullum gangi, í apríl er væntanleg tólf tomma frá með lögum frá Zero T, Mosus og Beta 2 og skömmu seinna er þar von á skífum frá listamönnum á borð við Need For Mirrors, System og nýliðanum Reds.




Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast