Mount Kimbie með Glæpona og ástfólk - 24.05.2010

Bretarnir Dominic Maker og Kai Campos skipa tvíeykið Mount Kimbie sem vakti athygli í fyrra með sérstæðum tónsmíðum sínum á Hotflush útgáfu Scuba. Nú hafa þeir félagar lokið við að setja saman sína fyrstu breiðskífu sem hefur hlotið nafnið "Crooks & Lovers", er skífan væntanleg í verslanir í sumar undir merkjum Hotflush.

Erfitt er að skilgreina tónlist þeirra félaga nákvæmlega en þeir flakka milli mismunandi stefna og tempóa með sérkennilaga rafræna blöndu sína. Mun "Crooks & Lovers" vera í svipuðum anda og fyrri tónsmíðar þeirra og innihalda 11 áður óútgefin lög. Í tilefni útgáfunnar munu Mount Kimbie leggja í veglegan Evróputúr nú á næstunni og leika tóna sína á klúbbum og tónlistarhátíðum um heimsálfuna alla næstu misseri.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast