Skream fer út fyrir rammann - 31.05.2010

Íslandsvinurinn Ollie Jones, betur þekktur sem Skream, mun senda frá sér breiðskífu nú í sumar á Tempa útgáfunni. Skífan hefur fengið nafnið "Outside the Box" og er önnur breiðskífa Skream, en frumraun hans "Skream!" kom út árið 2006. Skream er eitt stærsta nafnið í dubstep heiminum, hann hefur gefið út á öllum helstu útgáfum senunnar og spilað um víða veröld.

Ófáir gestir koma við sögu á "Outside the Box", drum & bass listamennirnir D-Bridge og Instra:mental leggja Skream lið, rapparinn Murs ljáir plötunni rödd sína og synta-pop dúóið La Roux sem Skream endurhljóðblandaði eftirminnilega í fyrra kemur við sögu í laginu "Finally". "Outside the Box" mun innihalda 14 lög og kemur út þann 26. júlí næstkomandi.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast