Kode9 með DJ-Kicks disk (og MPFrír lag). - 09.06.2010

Hinn skoski Kode9, sem ætti að vera gestum Breakbeat.is velkunnur, setur saman næsta hlutann í hinni þekktu mixdiskaseríu DJ-Kicks. Það er útgáfufyrirtækið !K7 sem að stendur að DJ-Kicks og af þeim sem hafa komið við sögu í seríu þessari á árum áður má nefna Kemistry & Storm, Four Tet, Erlend Øye og Hot Chip.

Kode9 sér svo um nýjasta diskinn í seríunni og meðal þeirra listamanna sem koma við sögu á skífu þessari eru Digital Mystikz, Ikonika, Zomby, Addison Groove, Ramadanman og Terror Danjah. Kode9, sem heitir réttu nafni Steve Goodman, hefur skapað sér nafn með tónsmíðum sínum, plötusnúðamennsku og með rekstri útgáfunnar Hyperdub sem er ein sú stærsta í dubstep heiminum í dag. Til þess að kynna safnskífuna hafa !K7 og Kode9 ákveðið að gefa mp3 af Kode9 laginu "You Don't Wash" sem nálgast má vefsíðu DJ-Kicks.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast