Netsky breiðskífa á Hospital - 16.06.2010

Belginn Boris Daenen, sem skaust upp á stjörnuhimin drum & bass heimsins í fyrra undir Netsky nafninu, hefur sent frá sér sína fyrstu breiðskífu á Hospital útgáfunni. Skífan, sem heitir einfaldlega "Netsky", kom út í lok maí mánaðar og er á melódískum liquid funk nótum sem aðdáendur Hospital og Netsky ættu að kannast við. Áður hefur Netsky sent frá sér tónlist undir merkjum Spearhead, Liq-weed Ganja og Frontline Records.

Af gestum sem koma við sögu á skífunni má nefna Darrison, Jenna G og Terri Pace og er skífan fáanleg á CD, 4x12" og stafrænu niðurhali. Framundan á Hospital eru svo 12" frá nýliðanum B-Complex og Camo & Krooked auk þess sem lagt er á ráðin um frekari breiðskífu útgáfur.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast