Fjölbreytileiki framundan hjá Nonplus - 09.07.2010

Instra:mental dúóið setti útgáfu sína Nonplus+ í gang í fyrra með skemmtilegri tónlist úr ýmsum áttum. Á fyrstu útgáfum Nonplus+ var meðal annars að finna tóna frá dBridge, ASC, Actress og Skream. Nú hafa þeir félagar kynnt væntanlegar skífur á útgáfunni og gætir þar einnig ýmissa grasa.

Nú á dögunum rataði í verslanir 12" frá hinni bandarísku Christine Clements, e.þ.s. Vaccine, og innihélt hún lögin "Ochre" og "Cascade Failure". Á næstu vikum eru svo væntanlegar skífur frá techno-boltanum Kassem Mosse, Detroit töffurunum Kyle Hall og Jimmy Edgar, dubsteppurunum Skream og Zomby og hinum dularfulla listamanni L.O.L. Þar að auki eru að sögn væntanlegar breiðskífur frá ASC og Instra:mental á Nonplus+ síðar á árinu en nánari fregna af þeim er að vænta á næstunni.


Deila með vinum:1 hefur röflað

  1. Árni röflaði þetta
    Ekki má gleyma 12" frá Loefah sem er væntanleg á þessu ári á Nonplus+
    þann 09.07.2010 klukkan 10:51

Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

Póstlisti


Breakbeat.is
Podcast