Prófíll #4: Elvar - 18.03.2003

Nú er kominn inn fjórði prófíllinn á breakbeat.is í lið þar sem drum and bass snúðum landsins er gefið tækifæri á að kynna sig og sýna hæfileika sína. Að þessu sinni er það enginn annar en Elvar sem situr fyrir svörum og sér einnig um að blanda saman mixi sem er stúttfullt af klassíkum drum and bass tónlistarinnar.

Hvernig / hvenær byrjaðir þú að dj´a?

Hardcorið hafði alltaf heillað þrátt fyrir að ég hafði í raun ekki hugmynd um hvernig ég ætti að nálgast það og man ég eftir að hafa tekið upp Hardcore lög úr útvarpinu á gömlu kasettutæki. ’94 byrjaði ég að versla Jungle geisladiska og ’95 varð mér ljóst að ég þyrfti að versla vínyl plötur ef ég ætlaði að eignast allt það efni sem mig langaði í og eignaðist þá fyrsta plötuspilarann. Það var fljótlega eftir það að ég varð heltekinn af Jungle/Drum & Bass tónlistini og keypti mér annann plötuspilara. ’96 spilaði ég í fyrsta einkasamkvæminu og eftir það tóku við skólaböllin.

Fyrsta plata sem þú keyptir?
Fyrsta platan sem ég keypti var "Johnny Jungle (Orign Unknown Remix/Droppin’ Science Remix)". Þá vissi ég eiginlega ekkert hvaða plötu ég var að kaupa. Þetta var bara eithvað sem Grétar í Þrumuni benti mér á.

Síðasta plata sem þú keyptir?
"Wolf (Dillinja Remix)" - Shy FX.

Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Þrátt fyrir að það sé ekki D&B lag, þá hef ég alltaf "Papua New Guinea" - Future Sound Of London með í töskuni.

Hvar verslarðu plötur?
Ég hef alltaf verslað í Þrumuni og svo Elf19 þegar hún var uppi. En þegar maður er staddur í London er það auðvitað Black Market. Ég er farinn að versla minna af plötum en ég gerði. Þegar maður var yngri gat maður leyft sér að eyða meiri hluta launana í vínyl plötur um hver mánaðamót.

Hefurðu spilað einhversstaðar?
Ég hef spilað á Breakbeat.is kvöldum, áramótaruppákomu TFA og John B djamminu á Rauða Ljóninu, ótal einkasamkvæmum og skólaböllum, Sirkus og uppákomum í Brim ofl. Einnig hef ég gefið út tvo mixdiska.

Uppáhalds listamaður?
Mér finnst alltaf erfitt að segja uppáhald eithvað... því að þá finnst mér ég vera að skilja svo margt útundan. En í D&B geiranum eru Roni Size, Bad Company, Total Science og Ram gengið ofarlega á lista.

Uppáhalds útgáfufyritæki?
Í augnablikinu á ég engin uppáhalds útgáfufyritæki. En til að segja eithvað þá hefur Full Cycle alltaf heillað mig.

Uppáhalds DJar?
Andy C, Hype og Roni Size eru skemmtilegir.

Topp tíu listi:
Þetta er nálægt því að vera "all time" topp 10 listinn minn. Lögin eru ekki í neinni sérstakri röð.
Sorrow - Future Bound
Terrorist - Renegade feat. Ray Keith
Brown Paper Bag - Roni Size Reprazent
Acid Track - Dillinja
Inner City Life - Metalheadz
Mutant Revisited - DJ Trace
Chopper (Shy FX Remix) - Ray Keith
Quadrant Six - Dom & Optical
Spellbound - Tango
Western Tune - PFM

Lýstu mixinu þínu?
Ég byrja á eldri mýkri tónum, fer svo yfir í meiri harðneskju. Þetta er svona bland frá '93 til dagsins í dag. Þarna eru einfaldlega lög sem eru í uppáhaldi hjá mér og einnig sem mér finnst hafa markað ákveðin tímamót í þróun þessari tónlistarstefnu.

lagalisti:
01 Horizons - LTJ Bukem (Good Looking)
02 Music Box - Roni Size & Die (Full Cycle)
03 Champion Sound (Alliance Remix) - Q Project (Legend)
04 Sorrow - Future Bound (Skanna)
05 Sonic Winds - Seba (Looking Good)
06 Space Funk - Digital (Timeless)
07 Trauma - Dom & Roland (Renegade Hardware)
08 The Nine - Bad Company (BC)
09 Alien Girl - Ed Rush, Optical & Fierce (Prototype)
10 Chopper (Shy FX Remix) - Ray Keith (Dread)
11 Warhead (Ram Trilogy Remix) - DJ Krust (V)
12 Brown Paper Bag - Roni Size Reprazent (Talkin' Loud)
13 DJ SS - Lighter

Þú getur náð í syrpuna hér og hlustað á hana í spilaranum hér að neðan.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast