Prófíll#6: Bjöggi Nightshock - 07.05.2003

Með hækkandi sólu og lengri degi er komið að sjötta prófílnum á breakbeat.is. Fastagestir Breakbeat kvöldana ættu að kannast við snúðinn að þessu sinni en það er Bjöggi nokkur Nightshock sem situr fyrir svörum og sér um að blanda saman breakbeat.is syrpu maí mánaðar.

Hvernig / hvenær byrjaðir þú að dj´a?

Fyrsta skiptið sem ég snerti plötuspilara var þegar ég var 12 ára hjá vini mínum sem var tveim árum eldri en ég. Eftir það reyndi ég að komast í þá hvenær sem ég gat og fór langar leiðir til að komast í félagsmiðstöðvar til að leika mér á plötuspilurum þó ég hafi átt mjög fáar plötur á þeim tíma.

Ég spilaði fyrst fyrir fólk í skólanum þegar ég var 14 ára en það var samt takmarkað. Ég fékk síðan lánaða Gemini spilara frá Dóra Junglizt stuttu eftir það og æfði mig mikið á þeim (þó þeir hafi nú verið frekar mikið tyggjó). Ég eignaðist samt ekki mína eigin spilara fyrr en árið 2001 en þá fjárfesti ég í tveim SL'um.

Fyrsta plata sem þú keyptir?
Run Come með Nu Cru (feat. General Pecos) á Labello Blanco. 1996!

Síðasta plata sem þú keyptir?
Secrets Inside EP, Nýja Quarantine og Crossfire á DCSI4

Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Það virðist sem að öll Inside The Machine breiðskífan komist í kassann þegar ég fer út.

Hvar verslarðu plötur?
Þrumunni aðallega en það kemur fyrir að manni langi í eitthvað sem Þruman hefur ekki og þá nota ég Redeye.

Hefurðu spilað einhversstaðar?
Já. Alls konar partíum, skólasamkomum (batterí í MS ef einhver man eftir þeim), fyrsta alvöru "giggið" mitt var samt þegar ég spilaði á Breakbeat.is á Sportkaffi í fyrra. Síðan spilaði ég á fyrsta STC kvöldinu á Astró s.l. feb.

Uppáhalds listamaður?
Ég held að ég verði að segja Bad Company en því miður þá hefur allt sem hefur komið út eftir Rush Hour/Blind verið drasl í mínum eyrum og ég er ánægður með að Fresh er að fara sínar eigin leiðir. Einnig má nefna listamenn eins og Kiko, Black Sun Empire, Sta & Paul B, Subwave og Cause 4 Concern.

Uppáhalds útgáfufyritæki?
DCSI4. Án Trace þá værum við öll að tjútta við T-10. brrr.

Uppáhalds DJar?
Mér fannst alltaf gaman að heyra á DJ Hype spila þar sem hann spilaði góð lög og gerði töluvert meira en að beatmixa. Annars hef ég ekki heyrt í syrpu frá honum í nokkur ár þannig að ég hef ekki hugmynd um hvernig maðurinn hefur þróast.

topp tíu listi:
Í engri sérstakri röð:

Pendulum - Spiral
Castor - Closer To You
Militia - Amnesia
Sta & Paul B - F5
Photek - Sidewinder
Fierce & C4C - Carrier
Fresh - Shinobi
Kiko - Passport
ICMB - The Pursuit
Hive - Neo

Lýstu mixinu þínu?
Bara eitthvað sem ég greip í. Gömul og nýleg lög sem maður hlustar ekki oft á.

tracklisti:
01. Ice Minus - AD2002 [ICE003]
02. Sinthetix - Liar [TOV12051]
03. Chris SU & SKC - Black Out [DSCI4LP002]
04. Teebee - The Void [CERT1856]
05. Phaze Syndicate - The Rager [FUZE28]
06. Usual Suspects - Syndrome [RH27]
07. Ed Rush & Optical - Satellites [VRS002]
08. Spy - System Error (remix) [UDFR012]
09. Divine Styler - Directrix (optical remix) [MWR125DJ2]
10. Kemal & Rob Data - Linear [TYME019]
11. Optical - Hi-Tek Dreams [PRO009]
12. Jonny L - Accelerate [XLLP125]
13. Danny Breaks - Space Maidens [DS25]

Þú getur náð í syrpuna hér og hlustað á hana í spilaranum hér að neðan.

Eitthvað að lokum?
Þakkir til allra sem hjálpuðu mér að þróa tónlistarsmekk minn í það sem hann er í dag. You know who you are!


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast