Prófíll#7: AnDre - 19.06.2003

Þá er komið að sjöunda prófílnum í röðinni og að þessu sinni er Andri "Dre" Már sem svaraði fréttamanni breakbeat.is og setti saman syrpu. Andri hefur í gegnum tíðina verið viðriðinn ýmislegt við drum & bass senunna þótt ekki hafi hingað til farið mikið fyrir plötusnúðamennsku hjá honum þótt hann sé ansi liðtækur á því sviði sem og öðrum.

Hvernig / hvenær byrjaðir þú að dj´a?
Byrjaði að fikta aðeins 94 hjá Árna Val félaga mínum,sem að kynnti mér fyrir danstónlist,heillaðist af öllu í kringum þetta,og lagði ósjaldann leið mína til hans til að fá að fikta í sl-unum hans,en keypti mér þó ekki spilara fyrr en 2001.

Fyrsta plata sem þú keyptir?
Fyrsta platan sem að ég keypti mér var hin fræga og margumtalaða "12 ´Born Slippy´með Underworld,keypti hana´95 í Hljómalind þegar að Hljómalind var til húsa í austurstræti,gömlu góðu dagarnir jááhahaháá.

Síðasta plata sem þú keyptir?
)EIB(-Mass Hysteria(Hive rmx)-Grunge3(Dieselboy,Kaos+Karl rmx)

Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Ætli það sé ekki Ed Rush & Optical-Satellites-Zardoz

Hvar verslarðu plötur?
Tjah hér og þar og aðallega allstaðar hahaha!,en já ég versla plöturnar mínar oft í Þrumunni,og á netinnu þá Hard 2 Find og Classictrax.

Hefurðu spilað einhversstaðar?
Spilaði með hinum snjalla hip hop plötusnúð Benna(B-Ruff) á árshátíð F.Á og hef tekið í spilaranna á hinni og þessari menntaskóla skemmtun með félaga mínum Magga(Dj Paranoya)

Uppáhalds listamaður?
Já þeir eru nú nokkrir má þar nefna helst Cause 4 concern, Polar(K), John Tejada, Pieter K, Klute, Ed Rush & Optical og Technical Itch,

Uppáhalds útgáfufyritæki?
Virus, 31, Penetration, Metro o.fl

Uppáhalds DJar?
íslenskir eru það að sjálfsögðu félagi Gunni Ewok og Reynir, Addi Exos hann tryllir alltaf lýðinn, og svo að sjálfsögðu Bjössi litli Brunahani með old school settinn sín og bangsinn hann Grétar :)

topp tíu listi:
1.Special Forces - Sidewinder(Photek Productions)
2.Klute & John Tejada - No Trust (Violence)
3.Ak 1200 meets Dom & Roland - The Lycan (Breakbeat Science)
4.Ed Rush & Optical - Hacksaw (Virus)
5.David Carbone - Eldorado (Industry)
6.Pendulum - Vault (31)
7.Cause 4 Concern - Soul [Matrix og Fierce rmx](C4C)
8.Polar - Airlock (Certificate 18)
9.Black Sun Empire vs Concord Dawn -The Sun (BLack Sun Empire)
10.Pieter K - Big Moon (Thermal)

Lýstu mixinu þínu?
Valdi lög sem að ég var sáttur við, byrjaði á léttari nótum og færði mig síðan út í skuggann!!

tracklisti:
1.Total Science - Rainbow Kiss(C.I.A)
2.Usual Suspect - Calimist(31)
3.Exile - Save Me(Beta)
4.Calyx - Leviathan(Metalheadz)
5.)EIB( - Mass Histeria [Hive rmx](Human)
6.Fresh - Switch(Ram)
7.Hive, Echo & John Tejada -?(Commercial Suicide)
8.Concord Dawn vs Black Sun Empire -The Sun (Black Sun Empire)
9.Special Forces - Sidewinder(Photek Productions)
10.Ak 1200 vs Dom&Roland - The Lycan (Breakbeat Science)
11.Universal Prjoject - The Glock (Universal Prjoject)
12.Technical Itch - The Ruckus(Penitration)

Þú getur náð í syrpuna hér og hlustað á hana í spilaranum hér að neðan.


Eitthvað að lokum?
Big ups til K.o.p 200, og að sjálfsögðu Slugga Thuggaz og Breakbeat.is Crew


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast