Fabio og Grooverider með meistarastykki - 21.10.2010

Ofurklúbburinn Ministry of Sound hefur boðið sumum af stærstu plötusnúðum heims upp á að gera upp ferill sinn í þriggja diska mixdiskaseríu sem þeir kalla "Masterpiece". Á síðustu árum hafa Francois K og Jazzie B set saman slík stykki en nú er komið að tvíeykinu Fabio og Grooverider að velja lög fyrir sinn hluta í seríu þessari. Að sögn Fabio er ætlunin að spanna feril þeirra allan en þeir félagar hafa spilað saman í áratugi og séð stefnur á borð við rare groove, acid house, jungle og drum & bass koma og fara.

Hver diskur stendur fyrir ákveðinn hluta af ferli þeirra félaga, frá rare groove árum Fabio yfir í acid house tíma Grooverider áður en endað er í drum & bass mixi sem spannar frá 1991 til 2003. Lagalistinn er því æði fjölbreyttur en meðal þeirra sem koma við sögu eru Chic, The Jacksons, Chaka Kahn, Renegade Soundwave, LFO, Orbital, Leftfield, Rhythm is Rhythm, Pascal, Calibre, Doc Scott, Dillinja og Goldie. "Masterpiece" þeirra Fabio og Grooverider er komin í allar betri plötubúðir.


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast