Icicle með breiðskífu á Shogun Audio - 23.03.2011

Hollendingurinn Jeroen Snik, betur þekktur sem Icicle, hefur getið sér gott orð fyrir dimmar og drungalegar en jafnframt dansvænar tónsmíðar sínar í drum & bass og dubstep geirunum. Í aprílmánuði er fyrsta breiðskífa Icicle væntanleg, hefur hún hlotið nafnið "Under the Ice" og verður gefinn út undir merkjum Shogun Audio, útgáfu DJ Friction. "Under the Ice" mun m.a. innihalda samvinnuverkefni með SP:MC og söngvaranum Robert Owens auk þess sem Noisia véla um endurhljóðblöndun á Icicle slagara.

Skífa þessi kemur í verslanir 25. apríl næstkomandi á tvöföldum vínyl, geisladisk og í stafrænu niðurhali. Smáskífa með lögunum "Breathing Again ft. Proxima" og "Redemption ft. Robert Owens" gefur forsmekkinn af því sem koma skal og er fáanleg í öllum betri plötubúðum. Þá hefur Icicle lýst því yfir að plötunni verði fylgt úr hlaði með live tónleikum, verður fróðlegt að sjá hvernig það þróast.


Deila með vinum:



1 hefur röflað

  1. Ciuka röflaði þetta
    Jæja verð nú að segja að mér fannst nýja lagið hanns alveg ljómandi gott :D
    þann 01.04.2011 klukkan 09:07

Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

Póstlisti


Breakbeat.is
Podcast