Prufu Draumar Consequence - 18.11.2011

Ástralinn Cameron McLaren hefur undir listamannsnafninu Consequence getið sér gott orð fyrir naumhyggjulegar drum & bass tónsmíðar sínar. Árið 2009 gaf hann út breiðskífuna "Live for Never" á Exit útgáfu íslandsvinarins dBridge við góðan róm en síðan hefur hann gefið út þó nokkrar smáskífur og aðra breiðskífu sem hluti af tvíeykinu They Live ásamt Joe Seven.  

Nú á næstunni er svo von á "Test Dream", nýrri breiðskífu frá McLaren. Test Dream verður fáanleg á vínyl, geisladisk og stafrænu niðurhali og verða þar 12 áður óútgefin lög. Exit Records gefur út og ratar gripurinn í verslanir 19. desember næstkomandi. Róir Consequence á svipuð mið og áður, með ljúfsárum, framtíðarskotnum raftónum í drum & bass fíling, en hægt er að hlusta á tóndæmi af skífunni hér að neðan.

 

Consequence - Test Dream - EXITCD / LP010 - Preview Mix by Exit Records UK


Deila með vinum:

Kaupa tónlist með Consequence:
Mp3 á Junodownload.com
Plötur á Juno.co.uk

0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast