Prófíll #3 :: Gunni (Ewok) - 23.02.2003

Þá er komið að þriðja plötusnúðnum í mánaðarlegum lið breakbeat.is, að þessu sinni er það enginn annar en Gunni Ewok sem sér um að mixa fyrir okkur syrpu af efni úr hinum ýmsu áttum, fjölbreytileg og skemmtileg syrpa sem enginn ætti að missa af.

Hvernig / hvenær byrjaðir þú að dj´a?
þegar ég var 11 ára með geisladiska í bekkjar partýum og eitthvað. En síðan svona alvöru dj menska hófst fyrir 2-3 árum þegar ég var með einn pitch adjustable spilara og eitthvað pitchanlegt mp3 forrit

Fyrsta plata sem þú keyptir?
Pósturinn Páll var fyrsta platan sem ég lét kaupa handa mér. En fyrsti danstónlistar vinyl platan var Westbam Celebration Generation.

Síðasta plata sem þú keyptir?
Hive, John Tedjada og Echo Ep á Commercial Suicide. Er að bíða eftir að hún komi í pósti

Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Hmm getum sagt það þannig að það er alltaf að minsta kosti ein virus plata, dom & roland plata og svo technical itch.

Hvar verslarðu plötur?
Þrumunni helst, finnst það skemmtilegar einhvernveginn. Grétar lætur mig líka alltaf fá eitthvað sniðugt sem ég hefði líklegast ekki fattað annars að kíkja á. En stundum panta ég af netinu þá aðalega gamalt 2nd hand dót sem ég fæ ekki hjá Grétari.

Hefurðu spilað einhversstaðar?
Partýum, hlöðu ballinu víðfræga að Hóli í Önundafirði, einhverju lögfræðinema dæmi, í Breakbeat þættinum og svo á STC kvöldinu á Astró.

Uppáhalds listamaður?
Vá stórt er spurt. Alltof margir koma til greina. En svona drum & bass wise Polar, Omni Trio, Paradox, Danny Breaks, Dom & Roland, Matrix, Optical, Ed Rush og Marcus Intalex til að nefna nokkra.

Uppáhalds útgáfufyritæki?
Metro og Moving Shadow í gamla daga. Annars er komið svo mikið af útgáfu fyrirtækjum að það er ekkert sem stendur mikið uppúr eins og í gamla daga.

Uppáhalds DJar?
Ed Rush, Klute, Perfect Combination, Addi, Grétar, Tommi hvíti, Addi (Exos), Tryggvi og Reynir. Addi gamli sko bolti það er.

topp tíu listi:
min top 10 drum & bass í augnablikinu (engin sérstök röð). Sonic Silver - Rocket Launcher, John Tedjada + Echo + Hive - Commercial Suicide EP, John B - American Girls (bæði mixin), Stratus - With a vengeance ep, Facs & Scythe - e.v.p., Matrix & Danny J - paradiso, Adam F - Karma (High Contrast Remix), Drumagick - Easy Boom, Spytechnologies LP og Fracture & Neptune -deadlands

Lýstu mixinu þínu?
þar sem ég á tvær meiri floor syrpur í umferð á netinu ákvað ég að taka hér fjölbreytilegri syrpu með lögum héðan og þaðan. Skemmtilegt mix sem kemur víða við.

tracklisti:
Use of Weapons - Stan's Plan (Droppin Science)
Flying Fish - Theme (Federation)
Danny Breaks - Beatbiter (Droppin Science)
Sonar Circle - More Time (Reinforced)
Paradox - Cords & Discords (Reiforced)
Source Direct - Enemy lines (Science)
K - Oblivius (Subtitles)
Nico & Zyg - Claw (No U-Turn)
Konflict - Maelstrom (Renegade Hardware)
Ed Rush & Optical - Satelitez (Virus)
Dom & Matrix - Footsteps (Moving Shadow)
Vagrant - Access (Fuze)

Smellið hér til þess að hlusta á syrpuna

Eitthvað í lokinn?
Verið bara dugleg að leita uppi góða tónlist krakkar mínir.


Deila með vinum:0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast