Ról & grúv í Lundúnum -með Fabio, Klute, Doc Scott, Marcus Intalex o.fl. - 14.07.2000

DJ Addiction & Fabio á Swerve 6/7 2000
Það sama á hverju dynur innan drum & bass tónlistarinnar og hvaða stefnur og straumar standa hæst hverju sinni. Swerve stendur alltaf fyrir sínu og færir okkur fönkað og grúvað drum & bass á sinn einstaka hátt á hverju miðvikudagskvöldi á hinum þægilega Velvet Room skemmtistað í útjaðri Soho hverfis Lundúna.

Þessi klúbbur, sem meistari Fabio ber ábyrgð á, hefur farið sínar eigin leiðir frá því hann var settur á laggirnar fyrir um þrem árum og tvímælalaust með bestu klúbba kvöldunum sem London hefur upp á að bjóða. Að venju var það annar af tveim fasta-plötusnúðum Swerve, DJ Addiction, sem byrjaði kvöldið með flottri syrpu sem innihélt blöndu af nýrri og eldri tónlist.

DJ Loxy, sem átti að vera gestur kvöldsins, lét sig einhverra hluta vegna vanta og því tók hinn fasta-snúðurinn, Fabio, við strax á eftir Addiction. Ég hef nokkrum sinnum heyrt í Fabio áður, en aldrei svona góðum. Hann myndaði ólýsanlega stemningu á staðnum með háskalega góðri drum & bass mússík. Hann flakkaði á milli harðra, mjúkra og tilraunakenndra tóna en skyldi fönkið og soul fílingin aldrei eftir. Frábært kvöld.

Klute, Lexis og TeeBee á Home 7/7 2000
Ég ætla nú að hafa fá örð um þetta kvöld þar sem ég þurfti snemma frá að hverfa til að kíkja á Movement. Plötuútgáfan Certificate 18 útgáfan sér um annað af tveim herbergjum sem eru í gangi á ofur klúbbnum Home við Leicester Squere fyrsta fimmtudagskvöldið í hverjum mánuði. Listamannahópur C18 sér oftast um stuðið á þessum kvöldum og að þessu sinni voru það Klute, TeeBee og Lexis, sem fagnaði hérna sinni fyrstu breiðskífu Branch of Knowledge, sem sáu um tónlistina.

Klute var góður á því og spilaði harða og harkalegt drum & bass og fékk fyrstu gesti kvöldsins út á gólfið. Á eftir honum kom Lexis með "live" prógram og TeeBee endaði kvöldið, en ég missti því miður af þeim því Movement kallaði. Engu að síður er alveg óhætt að mæla með því að fólk kíki á Certificate 18 á Home í framtíðinni.

Doc Scott & Marcus Intallex á Movement 7/7 2000
Movement á Bar Rumba við Piccadilly í London er alltaf stappfullur og gegnir svipuðu hlutverki fyrir jungle menninguna og Metalheadz klúbburinn fyrir nokkrum árum. Þarna mæta tónlistarmennirnir og útgáfustjórarnir í bransanum til að heyra hvað er í gangi hverju sinni í tónlistinni ásamt 6-700 drum & bass unnendum Lundúna og víða annars staðar að úr heiminum. Þetta var fjórða heimsókn mín á Movement og líkt og venjulega var stemningin rosaleg. Þrátt fyrir að hægt sé að ganga að stemninunni vísri er því öðruvísi farið með tónlistina. Að þessu sinni fékk ég að heyra í gamla góða Doc Scott og Marcus Intallex sem er með heitustu listamönnnunum í dag, en missti af V-Recordings töffaranum Bryan Gee sem byrjaði kvöldið

Doc Scott fylgdi þeim vindum sem blása um drum & bass mússíkina þessa daganna og spilaði kraftmikla og rúllandi drum & bass tónlist í mýkri kantinum. Hinar eiturhörðu bassalínur og kalda harðneskja (Bad Company/RAM hljóðið) er á leiðinni út og fönkið og rétta rólið er það skiptir máli í dag. Líkt og Doc Scott hélt Marcus sig á góðu róli og bætti smá soul og hús fíling í blönduna. Ekki missa af Movement þegar þið farið til London og mætið snemma til að forðast röð.

Eldar


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast