Starkey - Miracles (Jamie Vex'd Remix) (Planet Mu) - 04.07.2009

Starkey
Miracles (Jamie Vex’d Remix)
Planet Mu
ZIQ235
Dubstep  / hip hop / wonky

Starkey og félagar hans í Philadelpiuborg kalla tónlist sína streetbass og sem nafn á stefnu er það kannski ekkert verra en aðrar tilraunir (wonky, aquacrunk og boom bap) til þess að skíra dubstep/hiphop/electro bræðinginn sem nú tröllríður öllu. En hvað sem þú ákveður að kalla hana þá er ljóst að tónlist Starkey er athyglisverð og grípandi.

Á a-hliðinni tekur Jamie Vex’d “Miracles” í gegn en upprunalega útgáfuna er að finna á breiðskífu Starkey, Ephemeral Exhibits. Endurhljóðblöndum Jamie er á svipuðum slóðum og nýlegur EP hans, In System Travel, þungur, letilegur og rokk skotinn taktur rúllar yfir  grúví syntalúppum og tröllvaxinni bassalínu. Háar og miklar trommur minna mann 80’s trommuheila hip hop og ásamt útúr pimpuðum laglínunum hljómar þetta lag líkt og það gæti verið grúvað og afslappað sándtrakk úr einhverri blaxploitation vísindaskáldskaps mynd.

“Creature” á b-hliðinni er hins vegar langt frá því að vera afslappað. Lagið hefst filteruðum synta frasa sem án viðvörunar springur út líkt og neon-litað eldgos. Skoppandi laglínan glímir við öskrandi taktlausa bassalínu og skapar óreiðukennt en grípandi grúv.


Karl Tryggvason | kalli@breakbeat.is


Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast